BIM samhæfing

Í röðum starfsmanna Lotu finnst mikil sérþekking á BIM aðferðafræðinni. Síðasta áratug hefur BIM aðferðafræðin ryðjað sér til rúms á Íslandi og hefur gefið góða raun við að tryggja skilvirka og samhæfða mannvirkjahönnun þvert á faggreinar.

Árangursrík samhæfing og skipulag BIM ferlið stuðlar að skipulagðri upplýsingagjöf og úrlausn hönnunarvandamála á grunnstigi hönnunarverkefna. Það hefur sýnt sig að BIM aðferðafræðin er árangursrík í að takmarka kostnað vegna breytinga á hönnun seint í ferlinu eða jafnvel á framkvæmdarstigi byggingarverkefna.

Þrívíddarlíkön og samhæfing Þótt ekki sé beintenging milli BIM aðferðafræðinnar og notkun þrívíddarlíkana í hönnun, tengja margir þessi tvö saman. Hönnun í sameiginlegum þrívíddarmódelum einfaldar samhæfingu og býður upp á áður óþekkta möguleika í rekstri mannvirkja. Þegar þrívíddarmódel af mannvirki er til staðar er hægt að leggja inn upplýsingar fyrir staka íhluti mannvirkisins eins og gagnablöð, ábyrgðartímabil og viðhaldsáætlanir. Þetta veitir rekstraraðilum mannvirkisins ómælda stoð þegar líða tekur á líftíma mannvirkisins.

Þjónusta Lotu Við hjá Lotu aðstoðum þig við að nýta þá möguleika í hönnunarmódelinu sem henta þínu verkefni. Með okkar sérþekkingu á BIM aðferðafræðinni og reynslu í notkun þrívíddarlíkana tryggjum við að verkefnin okkar séu bæði hagkvæm og skilvirk, með hámarks samhæfingu og skipulag.

Hafðu samband við okkur til að nýta þér þá möguleika sem BIM aðferðafræðin og þrívíddarlíkön bjóða upp á fyrir þitt verkefni.

 

Image

Heyrðu í okkur

Image
Ásta Logadóttir
Lýsingarsérfræðingur/ Verkfræðingur PhD Sviðsstjóri
GSM: 663 9063 
asta@lota.is
Image
Katrín Dögg Axelsdóttir
Tækniteiknari   
GSM: 848 7471
katrin@lota.is