Eldingavarnir og Jarðskaut

Innan Lotu hefur skapast mikil reynsla í hönnun jarðkerfa síðustu áratugi þar sem markmiðið er að verja fólk og búnað fyrir mögulegri yfirspennu. Lagt er mikið kapp á að hanna lausnir sem eru hagkvæmar og þjóna tilgangi sínum í hverju tilfelli fyrir sig.

Jarðkerfum má skipta niður í jarðskauts-, spennujöfnunar- og eldingavarnakerfi þar sem allir þessir þættir vinna saman og mynda jarðkerfi. Hönnun jarðkerfa felur í sér m.a. mælingar á uppsettum kerfum,  jarðeðlisviðnámi, jarðskautsviðnámi, hermun í sérhæfðum hugbúnaði, útgáfu teikninga, skýrslugerð og fleira.

Ákveðin vitundarvakning hefur verið að eiga sér stað í samfélaginu síðustu ár varðandi nauðsyn þess að ástandsmeta reglulega jarðkerfi mannvirkja. Þessi mikilvægi en oft á tíðum ósýnilegi hluti mannvirkjana tryggir öryggi þeirra sem umgangast mannvirkin ásamt því að veita varnir fyrir þann búnað sem mannvirkið hýsir og bæta þar með rekstraröryggi. Höfum við t.d. séð dæmi þess hvernig nýyfirfarin jarðkerfi hafa hindrað milljóna tjón í eldingaveðrum hérlendis. 

Ástandsskoðanir okkar gefa viðskiptavinum góða yfirsýn yfir stöðu jarðkerfisins og oft á tíðum þarf umfangslitlar aðgerðir til þess að tryggja að kerfin standist lögbundnar kröfur og tryggi öryggi manna og búnaðar.  

Er jarðtengingin þín í lagi ? 

Image

Heyrðu í okkur

Image
Eymundur Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Viðskiptastjóri
GSM: 892 8495 
eymundur(hjá)lota.is
Image
Gunnar Sigvaldason
Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. 
GSM: 868 5949 
gunnar(hjá)lota.is