Háspennuhönnun

Lota hefur umfangsmikla reynslu í háspennuhönnun, byggða á mörgum verkefnum í gegnum tíðina. Við bjóðum faglega og örugga þjónustu í öllum þáttum háspennuverkefna, hvort sem um er að ræða rofa, línur eða stærri einingar. Við leggjum áherslu á hagkvæmni og áreiðanleika í allri okkar vinnu.

Varaaflslausnir
Aukið orkuöryggi og hagstæðara orkuverð eru helstu áhersluatriði þegar kemur að varaafli. Starfsfólk Lotu hefur mikla reynslu í uppsetningu og rekstri varaaflsstöðva, með sérstaka áherslu á verkefni fyrir Landspítalann, gagnaver og fleiri aðila. Við aðstoðum við val á búnaði, útfærslur, tengingar, stjórnbúnað og sjálfvirkni. Við bjóðum einnig þjónustu við hönnun, prófanir og endurbætur á DC-kerfum fyrir verksmiðjur, virkjanir og spennistöðvar, sem og ástandsskoðanir og bilanagreiningu.
 
Aðveitu- og spennustöðvar
Lota hefur hannað fjölda aðveitu- og spennustöðva síðustu áratugi, bæði í samvinnu við arkitekta og í tengslum við háspennukerfi. Hönnunin nær yfir kerfisgreiningu, fullnaðarhönnun, stoðkerfi, útboðsgögn, samskipti við yfirvöld og verkefnastjórnun. Einnig bjóðum við eftirlit, úttektir og prófanir á framkvæmdartímanum, sem og samskipti við birgja og framleiðendur.

 

Jarðkerfi
Lota hefur sérhæft sig í hönnun jarðkerfa til að verja fólk og búnað fyrir yfirspennu. Við leggjum mikla áherslu á að hanna hagkvæmar og áreiðanlegar lausnir sem uppfylla kröfur í hverju tilviki.

Aðveitu- og spennustöðvar
Lota hefur hannað fjölda aðveitu- og spennustöðva síðustu áratugi, bæði í samvinnu við arkitekta og í tengslum við háspennukerfi. Hönnunin nær yfir kerfisgreiningu, fullnaðarhönnun, stoðkerfi, útboðsgögn, samskipti við yfirvöld og verkefnastjórnun. Einnig bjóðum við eftirlit, úttektir og prófanir á framkvæmdartímanum, sem og samskipti við birgja og framleiðendur.

Spennar
Við aðstoðum viðskiptavini við innkaup og uppsetningu á spennum, sér í lagi stærri spennum sem krefjast sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Lota sér um gerð útboðsgagna, samninga við framleiðendur, FAT prófanir og kælilausnir. Við höfum reynslu í skipulagningu og framkvæmd uppsetninga, með nýlegum verkefnum sem innihalda spennur allt að 60 MVA, 132/66/33 kV. Einnig bjóðum við eftirlit, úttektir og prófanir á framkvæmdartímanum.

 



Við hjá Lotu erum stolt af okkar víðtæku reynslu og faglegu þjónustu, og höfum ávallt hagkvæmni og öryggi viðskiptavina okkar í fyrirrúmi.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Bernharð Ólason
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 693 2996 
bo@lota.is
Image
Eymundur Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc.
GSM: 892 8495 
eymundur@lota.is