Raflagnahönnun
Hjá Lotu má segja að raflagnahönnun og raforkukerfi sé okkar uppruni og ástríða. Stofnun stofunnar á sínum tíma byggði á raflagnahönnun sem grunnstoð fyrirtækisins og er hún ennþá mikilvægt og umfangsmikið fagsvið sem okkur þykir vænt um. Margra áratuga reynsla í raflagnahönnun gerir okkur kleift að hanna á skilvirkan hátt hvort sem er í minni eða stærri verkefni. Við getum t.d. þjónustað minni verkefni með einfalda og hagkvæma hönnun í formi tveggja lína mynda eða þjónustað stærri raflagnaverkefni í þrívíddarmódelum með tilheyrandi BIM samhæfingar ferlum.
Mikið af okkar fólki hefur uppruna sinn í iðngreinum eins og t.d. rafvirkjanum og nýtist það okkur í að skapa tengingu á milli hönnunar og raunveruleikans á verkstað. Við vinnum í raflagnahönnun í okkar eigin mannvirkjaverkefnum sem og í samstarfi við aðra hönnuði á öðrum fagsviðum þar sem það hentar.

Heyrðu í okkur

Einar Garðarsson
GSM: 788 0908
einar(hjá)lota.is

Magnús Kristbergsson
GSM: 897 7319
magnus(hjá)lota.is