RÖSK uppsetning og ábyrgð
Skipulögð vinnubrögð eru grundvallaratriði til að tryggja öryggi og rekstur háspennuvirkja. RÖSK (Rafmagns Öryggis Stjórn Kerfi) stuðlar að öruggu starfsumhverfi fyrir starfsmenn sem vinna við raforkukerfið. Í kerfinu er meðal annars skilgreint skipulag viðhalds, ábyrgðarskipting, skráning virkja, eftirlit og innri úttektir, sem allt stuðlar að auknu öryggi mannvirkjanna.
Ráðgjöf og aðstoð
Lota þjónustar viðskiptavini sína með ráðgjöf um RÖSK kerfið og aðstoðar ábyrgðarmenn rafmagns við að uppfylla skyldur sínar samkvæmt löggjöf um raforkukerfi. Við höfum byggt upp RÖSK kerfið frá grunni fyrir marga viðskiptavini okkar og okkar reynsluboltar starfa jafnframt sem ábyrgðarmenn rafmagns fyrir þeirra hönd.
Ástríða fyrir rafmagnsöryggi
Við hjá Lotu erum forfallnir í rafmagnsörygginu. Við höfum ástríðu fyrir því að halda örygginu til haga og teljum það mikilvægt að tryggja öruggt starfsumhverfi í raforkukerfum. Með okkar sérfræðiþekkingu og reynslu tryggjum við að RÖSK kerfið sé áreiðanlegt og uppfylli allar kröfur og staðla.
Þjónusta Lotu
- Ráðgjöf um RÖSK kerfið.
- Uppbygging RÖSK kerfisins frá grunni.
- Aðstoð við ábyrgðarmenn rafmagns.
- Innleiðing og viðhald öryggiskerfa fyrir raforkukerfi.
- Dagleg umsjón og ábyrgð á rafmagnsöryggi.
Hafðu samband við Lotu til að tryggja að þitt raforkukerfi sé öruggt og uppfylli allar kröfur. Við bjóðum upp á sérfræðiþekkingu og reynslu sem tryggir örugg og áreiðanleg vinnubrögð í þínu raforkukerfi.
Heyrðu í okkur
Bernharð Ólason
GSM: 693 2996
bo@lota.is
Gunnar Sigvaldason
GSM: 868 5949
gunnar@lota.is