RÖSK uppsetning og ábyrgð

Skipulögð vinnubrögð eru mjög mikilvæg til að tryggja öryggi og rekstur háspennuvirkja. RÖSK (Rafmagns Öryggis Stjórn Kerfi) er liður í að tryggja slík vinnubrögð og stuðlar jafnframt að öruggu starfsumhverfi þeirra starfsmanna sem vinna við raforkukerfið. Í kerfinu er skilgreint m.a. skipulag viðhalds, ábyrgðarskipting, skráning virkja, eftirlit og ákvæði um innri úttektir ásamt mörgu öðru sem varðar öryggi mannvirkjanna. Lota þjónustar viðskiptavini sína með ráðgjöf um RÖSK kerfið og aðstoðar ábyrgðarmenn rafmagns í að uppfylla skyldur sínar gagnvart löggjöf um raforkukerfi. 

Lota hefur miklar reynslu á þessu sviði, við höfum byggt upp RÖSK frá grunni fyrir viðskiptavini okkar ásamt því sem reynsluboltar okkar starfa sem ábyrgðarmenn rafmagns fyrir hönd viðskiptavina okkar. Við höfum þetta málefni bókstaflega í höndunum á hverjum degi. 

Við erum forfallin í rafmagnsörygginu, okkur þykir það mikilvægt og gaman að halda örygginu til haga.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Bernharð Ólason
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 693 2996 
bo(hjá)lota.is
Image
Gunnar Sigvaldason
Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. 
GSM: 868 5949 
gunnar(hjá)lota.is