Vitund

Vitund, varnir og viðbrögð um það snúast öryggismál. Hjá Lotu starfa sérfræðingar með mikla og fjölbreytta reynslu í öryggismálum sem veita þér óháða ráðgjöf hvort sem það eru almenn öryggismál eða vinnuvernd. Fyrsta skref í öryggismálum er að gera sér grein fyrir áhættum og þeim áhrifum sem þær geta haft á umhverfið/starfsemina. Öryggi fólks er okkar hjartans mál og við aðstoðum þig við af fá yfirsýn yfir þín mál. Við framkvæmum heildarúttekt öryggismála, áhættugreiningar og þarfagreiningar eftir þínum einstöku þörfum. 

Sérfræðingar Lotu framkvæma fjölda öryggisúttekta árlega, s.s. á sviði brunavarna, afbrotavarna, vinnuverndar og almennra öryggismála. Fáðu óháða úttekt á raunverulegri stöðu öryggismála í þínum rekstri á einfaldan og skilvirkan hátt.

Lota er viðurkenndur þjónustuaðili af hálfu Vinnueftirlitsins og veitir heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis. Lota framkvæmir m.a. áhættumat starfa og er til ráðgjafar við innleiðingu á að OHSAS 18001 öryggisstjórnunarstaðlinum.

Við bjóðum uppá fjölbreytt öryggisnámskeið fyrir starfsfólk, hvort sem um er að ræða afbrotavarnir t.d. fyrir verslunargeirann eða mannöryggisnámskeið fyrir t.d. fyrirtæki í iðnaði. 

Komum heil heim.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Jakob Kristjánsson
Viðskiptafræðingur / MBA Viðskiptastjóri
GSM: 892 5118 
jakob(hjá)lota.is