Brunahönnun
Lota býður þjónustu sérfræðinga með áratuga reynslu af brunahönnun. Starfsmenn Lotu hafa unnið að verkefnum fyrir stærri jafnt sem smærri aðila á þessu sviði. Kröfur til brunavarna hafa aukist verulega á síðari árum og ábyrgða húseigenda og rekstraraðila aukist til muna að sama skapi. Þekking á regluverki og kröfum er því orðin æ mikilvægari þáttur í rekstri mannvirkja.
Í brunahönnun er leitast við að finna hagkvæma en jafnframt fullnægjandi og örugga lausn á brunavörnum. Þar þarf til dæmis að huga að skiptingu bygginga í bruna- og reykhólf, rýmingu húsnæðis, brunamótstöðu burðarvirkja, hættu á eldsútbreiðslu o.s.frv. Einnig þarf að meta þörf á brunaviðvörunarkerfum og virkni þeirra sem og val á heppilegum slökkvikerfum. Í flóknum verkefnum er beitt hermilíkönum sem líkja eftir eldi í byggingum til að finna þær lausnir sem uppfylla kröfur.

Heyrðu í okkur

Anna Málfríður Jónsdóttir
GSM: 853 9794
anna(hjá)lota.is

Jakob Kristjánsson
MBA Viðskiptastjóri
GSM: 892 5118
jakob(hjá)lota.is