Hvað er um að vera?

Viltu vera með?

Tísku slökkvitæki?

Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis.

Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? 

Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar.  Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu?

Lota hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Lota er eitt þeirra 38 fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Jafnréttisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, árið 2021. Auk fyrirtækjanna 38 hlutu 7 sveitarfélög og 8 opinberir aðilar viðurkenninguna.

Viðurkenningin var veitt á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun sem streymt var í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Við erum ótrúlega stolt af þessari flottu viðurkenningu.

Brunahönnun meðferðarkjarna NLSH

Brunahönnun meðferðarkjarna NLSH

Nýr meðferðarkjarni Landsspítalans rís nú við Hringbraut í Reykjavík. Byggingin er u.þ.b. 69.000 m2 og er sex hæðir auk tveggja kjallara. Byggingin mun hýsa m.a. bráðamóttöku, myndgreiningadeildir, fjölda skurðstofa og legudeildir þar sem allar sjúkrastofur eru eins manns rými með sér salerni og sturtu. Einnig eru fjöldi stoðrýma, apótek, sótthreinsunarstöðvar auk heillar hæðar fyrir tæknikerfi.

Image
Höfum þetta einfalt

Hafa samband

Netfang: lota@lota.is
Sími: (+354) 560 5400
Opið mán. - fös. 08:30-16:00
Guðríðarstígur 2-4
113 Reykjavík
Iceland

Hvað er um að vera?