Lota, ein af leiðandi verkfræðistofum landsins, hefur nýlega hlotið Hinsegin vottun frá Samtökunum ´78. Lota er fyrsta verkfræðistofa á Íslandi til að fá þessa vottun, sem staðfestir þeirra skuldbindingu til jafnréttis og virðingar fyrir starfsfólk sitt.
Hinsegin vottunin fer fram með úttektum, könnun og fræðsluerindum sem tryggja að fyrirtæki uppfylli ströng viðmið um öryggi og virðingu á vinnustað, sérstaklega fyrir hinsegin einstaklinga. Með því að hljóta þessa vottun staðfestir Lota að fyrirtækið hafi skapað umhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni og kynhneigð,upplifi jafnrétti og virðingu í sinni vinnu.
„Við erum mjög stolt af því aðvera fyrsta verkfræðistofa á Íslandi til að hljóta Hinsegin vottun,“ segirTrausti Björgvinsson framkvæmdarstjóri Lotu. „Þetta er staðfesting á því að við erum að byggja upp vinnustað sem er opinn og jákvæður þar sem allt starfsfólk hefur tryggt öryggi og fær að vera það sjálft. Vottunin er einnig mikilvægt skref fyrir okkur í að efla fræðslu um jafnrétti og málefni hinsegin fólks.“
Hinsegin vottun snýst ekki bara um að bæta starfsaðstæður fyrir hinsegin einstaklinga heldur einnig um að bæta heildar menningu og vinnuaðstæður innan fyrirtækisins. Fyrir Lotu er þessi vottun einnig mikill styrkur í samkeppni, þar sem það eykur traust viðskiptavina og samstarfsaðila, sem meta ábyrgð og skilning fyrirtækisins á jafnrétti og fjölbreytileika.
Með Hinsegin vottun staðfestir Lota ekki aðeins að það sé framarlega í verkfræðilausnum heldur einnig að fyrirtækið sé staðsett í forystu þegar kemur að jafnrétti og virðingu á vinnustað.
Your submission has been received!