Lotu áskotnaðist sá heiður að fá tilnefningu í flokknum markaðsvefur ársins árið 2024 af Samtökum Vefiðnaðarins SVEF. Vorið 2024 lágu leiðir Lotu og Bien saman um gerð markaðsherferðar og uppfærslu á vef Lotu sem fór í framkvæmd um haustið. Bien og samstarfsaðilar unnu markaðsvefin í góðu samstarfi við Lotu og Trausti Björgvinsson framkvæmdarstjóri Lotu segir um samstarfið “ Ofboðslega gaman að sjá duglegt og skapandi fólk draga fram kjarna Lotu á svona skemmtilegan hátt. Á mörgum sviðum höfum við hjá Lotu verið að hugsa út fyrir kassann undanfarið,gefa forvitninni rými, prófa og máta nýtt og draga lærdóm um okkur sjálf og möguleikana. Gaman að sjá að það endurspeglast líka í markaðsefninu. Takk öll þið sem komuð að, þvílíkt fagfólk”.
Verðlaunaafhending fór fram í Hörpu og fékk Lota og Bien viðurkenningu sem upphlaupari ársins í málaflokknum, og því viðeigandi að kasta fram gamalkunnu orðatiltæki “gott silfur er gulli betra”. Á myndinni eru frá vinstri Einar Ben, Sölvi Sig, Hafliði Ingason, Trausti Björgvinsson og Þórir Rúnarsson (á myndina vantar Ingibjörgu Magnúsdóttur).
Your submission has been received!