Kerfisgreining

Hjá Lotu skiljum við mikilvægi þess að viðskiptavinir okkar geti byggt sína ákvörðunartöku á gagnamiðuðum greiningum. Þegar kemur að mikilvægum stoðum samfélags okkar eins og innviði raforkukerfisins þar sem rekstraröryggi og hagkvæmni er í fyrirrúmi styðjum við viðskiptavini okkar með kerfisgreiningum af ýmsum toga. Við höfum notum háþróaðan hugbúnað eins og t.d. ETAP til að framkvæma aflflæðigreiningar sem nýtast við áætlanagerð og ákvarðanatöku. 

Við nýtum tungumál eðlisfræðinnar, stærðfræðina til að setja upp hermilíkön sem hjálpar okkur að skila samhengi og afleiðingar á breytingu núverandi kerfa sem til hönnunar á nýjum kerfum. Við elskum að herma straum og spennu. Hermanir og greiningar okkar hafa ítrekað nýst viðskiptavinum okkar í ákvarðanatöku varðandi íhluti og samsetningu kerfa með það að leiðarljósi að tryggja rekstraröryggi kerfisins á hagkvæman hátt.  
Bestum þetta.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Ólöf Helgadóttir
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Sviðsstjóri
GSM: 865 2111 
olof(hjá)lota.is
Image
Eymundur Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Viðskiptastjóri
GSM: 892 8495 
eymundur(hjá)lota.is