Ljósbogar

Starfsmönnum sem vinna í nálægð við raforkuvirki getur stafað hætta af völdum ljósboga hvort sem það er á háspennu eða lágspennu. Aldrei er hægt að útiloka tilurð ljósboga í aflkerfum og því þarf að gera varnar- og varúðarráðstafanir sérstaklega við viðhaldsvinnu rekstraraðila viðkomandi veitna.  Ljósbogar eru ekki aðeins afleiðing skammhlaups, heldur verða þeir einnig til við aðskilnað spennuhafa hluta, sem aflflutningur fer um.

Lota sér um að greina og meta þessa hættu með aðstoð sérhæfðs hugbúnaðar. Út frá þeirri vinnu verður til áhættumat í formi skýrslu sem og viðvörunarmerkingar sem fara á búnaðinn þar sem hættunni er lýst og greint frá viðeigandi persónuvörnum skv. staðli NFPA 70E. Í framhaldi hefur Lota einnig haldið námskeið/erindi fyrir starfsfólk raforkuvirkisins þar sem farið er yfir hættur og nálægð við rafbúnað.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Eymundur Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 892 8495 
eymundur(hjá)lota.is
Image
Gunnar Sigvaldason
Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. 
GSM: 868 5949 
gunnar(hjá)lota.is