Ljósbogar

Starfsmenn sem vinna í nálægð við raforkuvirki geta orðið fyrir hættu af völdum ljósboga, hvort sem það er á háspennu eða lágspennu. Aldrei er hægt að útiloka tilurð ljósboga í aflkerfum og því þarf að gera varnar- og varúðarráðstafanir, sérstaklega við viðhaldsvinnu rekstraraðila veitna. Ljósbogar eru ekki aðeins afleiðing skammhlaups, heldur verða þeir einnig til við aðskilnað spennuhafa hluta sem aflflutningur fer um.

Greining og mat á hættu ljósboga

  • Lota greinir og metur hættuna af völdum ljósboga með sérhæfðum hugbúnaði.
  • Út frá þeirri vinnu verður til áhættumat í formi skýrslu.
  • Viðvörunarmerkingar eru settar á búnaðinn þar sem hættunni er lýst og greint frá viðeigandi persónuvörnum skv. staðli NFPA 70E.

Námskeið og fræðsla

  • Lota heldur námskeið og erindi fyrir starfsfólk raforkuvirkisins.
  • Á námskeiðunum er farið yfir hættur og nálægð við rafbúnað.
  • Fræðslan tryggir að starfsfólk sé meðvitað um hættur og varúðarráðstafanir í tengslum við ljósboga.


Við hjá Lotu leggjum mikla áherslu á öryggi starfsfólks í nálægð við raforkuvirki og styðjum við okkar viðskiptavini með nákvæmum greiningum, áhættumati og fræðslu.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Eymundur Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 892 8495 
eymundur@lota.is
Image
Gunnar Sigvaldason
Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. 
GSM: 868 5949 
gunnar@lota.is