Orkusparnaður

Meðvitund um skynsamlega og ábyrga orkunotkun er sífellt að aukast í okkar nútíma samfélagi. Bestun á orkunýtingu stuðlar að betri nýtingu á verðmætum náttúruauðlindum okkar, tryggir gott umhverfi fyrir notendur ásamt því að skilja eftir meiri aur í vasa fyrirtækja og einstaklinga sem fjárfesta í orkunotkunar greiningum. Greiningar Lotu á orkunotkun fyrirtækja hérlendis hefur margoft sparað viðskiptavinum okkar mikla fjármuni þrátt fyrir að við lifum við nokkuð lágt orkuverð miðað við annars staðar í heiminum. Orkunotkunin er einfaldlega það mikil yfir tíma að fjárhæðirnar verða fljótt stórar við jafnvel það sem virðist vera litlar betrumbætur í orkunýtingu. 

Tékkaðu á orkunotkuninni og gerðu gott fyrir umhverfið, notendur og vasann. 

Image

Heyrðu í okkur

Image
Eymundur Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Viðskiptastjóri
GSM: 892 8495 
eymundur(hjá)lota.is
Image
Bernharð Ólason
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 693 2996 
bo(hjá)lota.is