Varnir

Öryggismál snúast um vitund, varnir og viðbrögð. Þegar vitundarstiginu er lokið þarf að grípa til varna til að lágmarka áhættu. Lota er þinn óháði ráðgjafi og aðstoðar þig við að meta og setja upp öflugar varnir til að tryggja öryggi. 

Öryggismál eru oft stór þáttur í rekstrarkostnaði, en stundum er óljóst hvað er verið að greiða fyrir og hvort aðgerðir og fjárfestingar í öryggismálum skila tilætluðum árangri. Því er mikilvægt að skoða alla þætti í samhengi og gæta fyllstu hagkvæmni og yfirsýnar. Þó að öryggiskerfi séu góð og gild er oft árangursríkara og ódýrara að leita annarra leiða eða samtvinna tæknilegar lausnir öðrum aðgerðum. 

Lota veitir hnitmiðaða virðisaukandi þjónustu og býður upp á rekstrartæknilega úttekt á öryggisráðstöfunum þínum, eins og búnaði eða þjónustusamningum, og kemur með tillögur til úrbóta sem geta sparað fyrirtæki þínu stórar fjárhæðir. Á hverju ári spörum við viðskiptavinum okkar tugi til hundruði milljóna í þessum málaflokki. 

Bættu öryggið og hagræddu í leiðinni með Lotu. 

Þjónusta í þessum flokki: 

  • Innbrotavarnir 
  • Eldvarnir og eigið eldvarnareftirlit 
  • Aðgangsstýringar 
  • Myndavélakerfi 
  • Rýrnunarvarnir 
  • Aðrar tengdar öryggisráðstafanir 

 

Image

Heyrðu í okkur

Image
Þröstur Sigurðsson
Sérfræði- og rekstrarráðgjöf í öryggismálum
GSM: 896 2505 
throstur@lota.is
Image
Jakob Kristjánsson
Viðskiptafræðingur / MBA 
GSM: 892 5118 
jakob(hjá)lota.is