Þörf á reglum um ljósvist

December 18, 2024

Okkar allra besta Dr. Ásta Logadóttir mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi um sitt hjartans mál, dagsljósið og mikilvægi ljósvistar í nýbyggingum.

Dagsljósið gleymdist nefnilega þegar farið var í þéttingu byggðar og ekki er tekið tillit til þess í hönnun nýrra bygginga og er Ásta búin að vera ötull talsmaður þess að bæta þarf byggingarreglugerð svo við öll höfum sama rétt að dagsljósi inn til okkar.

Ásta var einnig partur af hópi sem kynnti fyrir Svandísi Svavarsdóttur, þá Innviðaráðherra, mikilvægi ljósvistar og fór málið í samráðsgátt stjórnarráðsins og vonumst við til þess að komandi Innviðaráðherra muni halda vegferðinni sem búið er að vinna að áfram.

Dagsljós skiptir ótrúlega miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu fólks og erum við sammála því sem Svandís Svavars sagi ,,það má ekki gefa afslátt af gæðum þegar kemur að uppbygginu nýs húsnæðis“.

https://www.visir.is/g/20242665954d/dags-ljosid-hafi-gleymst-i-thettingu-byggdar?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0mKGaCOEEF96oRre4HGE6o93zAms0tSdMqRyyuNjNeB05s0SOJr2k8ZQI_aem_qBRqR1JosFGtnEKrkhpJPQ

Deila
Skráðu þig á póstlista
Thank you!
Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.