Fréttir

Eruð þið jarðtengd?

February 22, 2021

Jarðtengingar mannvirkja hérlendis er öryggisþáttur sem oft gleymist þegar mannvirkin taka að eldast. Jarðkerfin eru nefnilega dálítið ósýnileg okkur flestum og við áttum okkur ekki á áhættunni sem fylgir vanrækslu á þessum mikilvægu innviðakerfum.

Hætta myndast þegar yfirspenna myndast í mannvirkjum sem jarðkerfi ná ekki að leiða til jarðar. Reynslan hefur sýnt að þetta getur leitt af sér eyðilagðan búnað og tilheyrandi rekstrartruflanir eða það sem verra er slys á fólki.

En oftast nær er hægt að hindra tjón með einföldum aðgerðum og í leiðinni tryggja að jarðkerfið standist lögbundnar kröfur Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. En fyrst þarf að fá yfirsýn yfir ástand kerfisins. Eigandi mannvirkis hefur ábyrgð á að tryggja reglulegt eftirlit með ástandi jarðkerfa og er í því samhengi oft fenginn fagaðili til að gera á því úttekt, það er þjónusta sem Lota býður uppá.  

Í gegnum árin höfum við gert margar úttektir á jarðkerfum og okkar reynsla er sú að eftirfarandi atriði eru oft í ólagi en oft hægt að laga með litlum tilkostnaði

  • Tengingar eru byrjaðar að tærast og losna upp að hluta og/eða illa gengið frá tengingum

- Veldur hækkun á viðnámi jarðskauts sem leiðir til þess að jarðskautið sinnir ekki öryggis hlutverki sínu og stofnar rekstri kerfisins í hættu verði spennuhækkun

  • Jarðskautsviðnám mælist hátt og skref- og snertispenna reiknast ofan leyfilegra marka

- Verði spennuhækkun af völdum skammhlaups, eldingar eða annars, ógnar það rekstraröryggi kerfisins sem og öryggi þeirra  sem vinna í eða nálægt virkinu

  • Jarðvírar til spennujöfnunar í kerfinu eru ekki til staðar eða af skornum skammti. Lítið skipulag er á lagnaleiðum

- Bilunarstraumur fer mögulega of langa leið til jarðar og skemmir út frá sér búnað og veldur meiri spennuhækkun en hönnun gerir ráð fyrir

  • Ekkert jarðskaut til staðar þrátt fyrir mögulega spennuhækkun í kerfi út af háum hönnunarstraum

- Getur ógnað lífi og öryggi fólks ef spennuhækkun verður í kerfinu

  • Mælingar á jarðeðlisviðnámi gefa mun hærri niðurstöðu en fyrri mælingar sem notaðar voru til grundvallar hönnunar

- Jarðskautið stenst mögulega ekki þær kröfur sem gerðar eru til þess til að tryggja öryggi. Hætta á skemmdum og truflunum á búnaði

Við tökum að okkur úttektir sem sýna þér ástand jarðkerfanna þinna. Við mætum á staðinn, mælum og gefum þér góða og hnitmiðaða yfirsýn í formi úttektarskýrslu. Ekki láta þennan málaflokk falla í gleymsku. Með því að hafa jarðkerfið á hreinu nærð þú eftirfarandi ávinning

  • Tryggir öryggi starfsfólks
  • Nærð minni áhættu í rekstri
  • Stenst skil gagnvart yfirvöldum

Heyrðu í okkur.

Eymundur Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Viðskiptastjóri
GSM: 892 8495
eymundur(hjá)lota.is

Gunnar Sigvaldason
Rafmagnstæknifræðingur B.Sc.
GSM: 868 5949
gunnar(hjá)lota.is

Deila
Skráðu þig á póstlista
Thank you!
Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.