Íslendingar hafa byggt upp raforkukerfi sem hefur sýnt sig að vera mjög traust og áreiðanlegt, sérstaklega í ljósi þess hversu strjálbýlt er í landinu og miðað við það veðurfar sem við búum við.

Jarðtengingar mannvirkja hérlendis er öryggisþáttur sem oft gleymist þegar mannvirkin taka að eldast. Jarðkerfin eru nefnilega dálítið ósýnileg okkur flestum og við áttum okkur ekki á áhættunni sem fylgir vanrækslu á þessum mikilvægu innviðakerfum.