Við höfum ekki enn gert aflásáætlun fyrir eldflaugaskot – en ef það væri þörf á því, þá væri það verkefni fyrir okkur! Velkomin á lendingarsíðu þar sem verkfræðingateymi með ástríðu fyrir orku og háspennu kemur með lausnir sem skapa raunverulegan árangur.



Við veitum persónulega og faglega þjónustu sem umbreytir hugmyndum í hagnýtar lausnir:
Við tökum viðfangsefni okkar alvarlega en nálgumst þau á ferskan hátt. Teymið okkar er opið fyrir nýjum hugmyndum og óhefðbundnum nálgunum – við vitum að stundum er besta lausnin sú sem enginn hefur prófað áður.
Okkar markmið er að tryggja öryggi og áreiðanleika rafbúnaðar, sama hvort við vinnum með tengivirki, rafsegulsviðsmælingar eða jarðskautshönnun. Við erum þarna til að tryggja að rafmagnið vinni fyrir þig.
Við vitum hvað það er sem gefur verkefnum kraft, bæði bókstaflega og myndrænt. Með reynslu okkar í öflugri verkefnastjórnun og þekkingu á háspennubúnaði tryggjum við að lausnirnar okkar séu alltaf í takt við nýjustu strauma og í hæsta gæðaflokki.
Við höfum stýrt viðamiklum úttektum, svo sem úttekt á jarðtengingum sendistöðvar Isavia á Hellisheiði sem hefur forðað tugmilljóna tjóni í eldingaveðri. Okkar teymi hefur einnig innleitt OPI lagnastokka og nýjar nálganir í jarðskautshönnun til að nýta kopar og auðlindir betur.



Vel valin orð
Önnur þjónusta frá Lotu
Við bjóðum sérsniðnar lausnir í háspennuhönnun, orkuiðnaði, stýrikerfum, lýsingarhönnun, innivist, brunahönnun og öryggishönnun, allt frá ráðgjöf til úttektar og framkvæmdar.

Innivistarteymi
Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu fyrir innivist, lýsingar- og hljóðvistarhönnun. Þverfaglegt teymi okkar sérfræðinga sér um stöðuskýrslur, hönnun og verkefnastjórnun til að tryggja að lausnir henti þörfum viðskiptavina. Innivist okkar nær yfir loftgæði, hitastýringu, lýsingu, dagsbirtu og hljóðvist, allt með vellíðan og heilsu að leiðarljósi. Við sérhæfum okkur í bæði innanhúss- og utanhússlýsingu sem sameinar fagurfræði, vellíðan og öryggi, ásamt hljóðvist sem stuðlar að betri upplifun í rýmum. Við bjóðum einnig upp á sérsniðnar lausnir og fræðslu sem eykur skilning á mikilvægi innivistar, lýsingar og hljóðvistar í byggingum.
Lesa nánarVerkefnastjórateymi
Við bjóðum upp á faglega verkefnastjórnun, frá forhönnun til framkvæmda og reksturs, þar sem við sjáum um alla þætti verkefnisins. Verkefnastjórar okkar hafa mikla reynslu af stórum og smáum verkefnum, og tryggja árangursríka og faglega framkvæmd. Við tökum einnig að okkur eftirlit með framkvæmdum, sér í lagi rafmagnseftirlit á sviði háspennu og lágspennu. Með nútímatækni tryggjum við skilvirka skýrslugerð og gagnaöflun sem eykur gæði og hraða í framkvæmdum.
Lesa nánar

Stýriteymi
Við sérhæfum okkur í stýrikerfum og iðntölvustýringum til að tryggja áreiðanleika og sjálfvirkni í framleiðsluferlum. Með sérhönnuðum lausnum í hússtjórnarkerfum og fjarskiptakerfum bjóðum við notendum fulla yfirsýn yfir ferla og kerfi. Við vinnum einnig með áreiðanlegum rafbúnaði til að hámarka afköst og öryggi í iðnaði, þar sem stýrikerfi okkar bæta skilvirkni og lágmarka niðurstöðutap.
Lesa nánar