Verkefnastjórateymi

Við látum hlutina gerast, óháð því hversu stórt eða furðulegt verkefnið er!

Sérðu æfingarbúðir fyrir geimfara á Skálafelli fyrir þér? Við höfum ekki hannað þær enn –  en við getum það! Þú hefur núna fundið rétta staðinn ef þú leitar að teymi sem sér ekki hindranir, heldur tækifæri til að skapa einstaka lausnir og koma verkefnum af stað, í gang og í höfn.

VIÐ ERUM LOTA

Við erum traust teymi, drifin áfram af fagmennsku og gleði:

Breiður bakgrunnur – engin áskorun er of stór!

Við höfum stýrt fjölbreyttum verkefnum, allt frá hleðslustöðvum til skólpdælustöðva, með reynslumikið fólk með IPMA-vottanir og rótgróna reynslu.

Fagmennska fyrst og fremst

Okkar markmið er að skilgreina nákvæmlega þarfir þínar og leiða verkefnið til sigurs, af alúð og ábyrgð.

Gleðin gerir okkur betri

Við leggjum okkur fram við að skapa skemmtilegan og traustan vinnustað þar sem samstarf við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

ATHYGLISVERÐAR STAÐREYNDIR

Verkefnastjórateymið okkar hefur tekið á sig fjölbreytt og flókin verkefni, en ástríðan fyrir árangri er alltaf sú sama. Í sameiningu höfum við lagt allt frá hleðslustöðvum til steypuskála á laggirnar og tryggt að öll verkefni séu bæði vel unnin og áhugaverð.

Við tökum þér opnum örmum ef þú vilt fara á nýjar slóðir með verkefnin þín og sjá hvað skiptir virkilega máli – árangur þinn er okkar ástríða.

meðmæli

Vel valin orð

Company logo
"Það hefur verið frábært að vinna með sérfræðingum Lotu við þróun á sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló undanfarin ár. Framúrskarandi þjónusta í alla staði!" 
Company logo
"Það sem mér finnst mikilvægast sem einkaaðili, að það sé komið fram við mann sem slíkan og að manni líði eins og maður sé að fá það sem borgað er fyrir. Það fæ ég frá ykkur."
Company logo
"StormOrka ehf. hefur starfað með Lotu um árabil og hefur ætíð ríkt mikil ánægja með faglega sem og liðlega þjónustu stofunnar. Lota er stofa sem við treystum."
Company logo
"Það hefur verið okkur mikil ánægja að eiga samstaf við Lotu, öll samskipti fyrsta flokks og verkefnin leyst af mikilli fagmennsku. Kærar þakkir fyrir það."
Company logo
"Við hjá HJARK áttum mjög gott samstarf við Lotu við hönnun leikskólans Urriðabóls II í Urriðaholti, sem er fyrsti svansvottaði leikskóli landsins. Þar sá Lota um rafmagns- og lýsingar hönnun."
Company logo
"Arkís arkitektar og Lota hafa átt langt og árangursríkt samstarf í mörgum verkefnum í gegnum árin. Slíkt samstarf skiptir okkur miklu máli og er lykilatriði í hönnun flókinna mannvirkja. Starfsfólk fyrirtækisins er reynslumikið og með góða sérfræðiþekkingu sem stuðlar að skilvirku og markvissu samtali í hönnunarferlinu."
Company logo
„Við hjá exa nordic höfum átt farsælt samstarf við Lotu verkfræðistofu um verkefni af fjölbreyttum toga. Má þar nefna hönnun á Svansvottuðum leikskóla í Urriðaholti, endurnýjun á vindmyllum við Þykkvabæ, bílastæða- og tæknihús NLSH, og hönnun á nýju öryggisfangelsi að Stóra Hrauni. Þar til viðbótar höfum við tengst fjölmörgum samkeppnum og ýmsum minni verkefnum sem hafa gengið mjög vel.“
Company logo
"Reykjanesbær hefur átt farsælt samstarf við Lotu í nokkrum mikilvægum verkefnum. Við erum afar ánægð með þá faglegu, nákvæmu og tímanlegu þjónustu sem starfsmenn Lotu veita. Þeir hafa reynst traustir samstarfsaðilar sem leggja sig fram um að mæta þörfum okkar með metnaði og virðingu."
Company logo
"Við höfum átt í góðu samstarfi við Lotu. Starfsfólk er lausnamiðað og vinnur að sameiginlegu markmiði."
Company logo
"VSÓ Ráðgjöf hefur til margra ára átt gott samstarf við Lotu í fjölmörgum og fjölbreyttum verkefnum, bæði á Íslandi og í Noregi.Starfsfólk Lotu er lipurt í samskiptum og viðmót þeirra ætíð jákvætt og faglegt."
við getum margt

Önnur þjónusta frá Lotu

Við bjóðum sérsniðnar lausnir í orkumálum, verkfræði, innivist og öryggismálum, allt frá ráðgjöf til úttektar og framkvæmdar.
Underwater restaurant interior with modern tables and chairs, featuring a panoramic view of a turquoise underwater landscape with rocks and marine life

Innivistarteymi

Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu fyrir innivist,lýsingar- og hljóðvistarhönnun. Þverfaglegt teymi okkar sérfræðinga sér um stöðuskýrslur, hönnun og verkefnastjórnun til að tryggja að lausnir henti þörfum viðskiptavina. Innivist okkar nær yfir loftgæði, hitastýringu, lýsingu,dagsbirtu og hljóðvist, allt með vellíðan og heilsu að leiðarljósi. Við sérhæfum okkur í bæði innanhúss- og utanhússlýsingu sem sameinar fagurfræði,vellíðan og öryggi, ásamt hljóðvist sem stuðlar að betri upplifun í rýmum. Við bjóðum einnig upp á sérsniðnar lausnir og fræðslu sem eykur skilning á mikilvægi innivistar, lýsingar og hljóðvistar í byggingum.
Lesa nánar

Háspennu & orkuteymi

Við sérhæfum okkur í háspennuhönnun og orkuverkefnum þar sem áhersla er lögð á kerfisgreiningu til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfa. Við bjóðum einnig upp á eldinga- og jarðskautavarnir til að vernda mannvirki og tryggja öryggi. Ljósbogavarnir eru notaðar til að lágmarka hættu á rafmagnsslysum og bilunum. Hönnun okkar á háspennukerfum stuðlar að skilvirkum og öruggum lausnum fyrir krefjandi verkefni. Auk þess bjóðum við upp á orkuráðgjöf sem aðstoðar fyrirtækivið að bæta orkunýtingu sína og lækka kostnað, allt með áherslu á skilvirkni og sjálfbærni.
Lesa nánar
Large futuristic NASA building with a curved metallic structure, expansive glass windows, and a backdrop of dramatic cloudy skies and golden grass fields
A large, red search-and-rescue robot with mechanical legs and arms standing on a snowy, mountainous terrain under a cloudy sky.

Stýriteymi

Við sérhæfum okkur í stýrikerfum og iðntölvustýringum til að tryggja áreiðanleika og sjálfvirkni í framleiðsluferlum. Með sérhönnuðum lausnum í hússtjórnarkerfum og fjarskiptakerfum bjóðum við notendum fulla yfirsýn yfir ferla og kerfi. Við vinnum einnig með áreiðanlegum rafbúnaði til að hámarka afköst og öryggi í iðnaði, þar sem stýrikerfi okkar bæta skilvirkni og lágmarka niðurstöðutap.
Lesa nánar