Velkomin í heiminn þar sem verkfræðin tekur öll ómöguleg viðfangsefni og breytir þeim í möguleika. Já, við höfum ekki enn hannað stýribúnað fyrir vélmenna björgunarsveitir uppi á hálendinu – en við getum það! ef kallið kæmi! Þú ert komin á rétta staðinn ef þú leitar að teymi sem hugsar stórt, þorir að hugsa á jaðrinum og framkvæmir með ótrúlegri nákvæmni.



Þetta er stýringateymi Lotu
Við njótum þess að takast á við ögrandi verkefni með bros á vör.
Hjá okkur finnurðu fólk með bakgrunn í öllu frá flugvélasmíði til rafsegulstýringar. Verkefnið þitt er aldrei bara „verkefni“ – það er tækifæri til að búa til eitthvað stórkostlegt.
Við tryggjum að lausnir okkar nái framúrskarandi árangri.
Í teymi okkar finnurðu sérfræðinga sem hafa hannað, smíðað og bestað tæknilausnir fyrir nánast allt – ef þú getur ímyndað þér það, þá getum við mögulega framkvæmt það!



Vel valin orð
Önnur þjónusta frá Lotu
Við bjóðum sérsniðnar lausnir í orkumálum, verkfræði, innivist og öryggismálum, allt frá ráðgjöf til úttektar og framkvæmdar.

Innivistarteymi
Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu fyrir innivist,lýsingar- og hljóðvistarhönnun. Þverfaglegt teymi okkar sérfræðinga sér um stöðuskýrslur, hönnun og verkefnastjórnun til að tryggja að lausnir henti þörfum viðskiptavina. Innivist okkar nær yfir loftgæði, hitastýringu, lýsingu,dagsbirtu og hljóðvist, allt með vellíðan og heilsu að leiðarljósi. Við sérhæfum okkur í bæði innanhúss- og utanhússlýsingu sem sameinar fagurfræði,vellíðan og öryggi, ásamt hljóðvist sem stuðlar að betri upplifun í rýmum. Við bjóðum einnig upp á sérsniðnar lausnir og fræðslu sem eykur skilning ámikilvægi innivistar, lýsingar og hljóðvistar í byggingum.
Lesa nánarHáspennu & orkuteymi
Við sérhæfum okkur í háspennuhönnun og orkuverkefnum þar sem áhersla er lögð á kerfisgreiningu til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfa. Við bjóðum einnig upp á eldinga- og jarðskautavarnir til að vernda mannvirki og tryggja öryggi. Ljósbogavarnir eru notaðar til að lágmarka hættu á rafmagnsslysum og bilunum. Hönnun okkar á háspennukerfum stuðlar að skilvirkum og öruggum lausnum fyrir krefjandi verkefni. Auk þess bjóðum við upp á orkuráðgjöf sem aðstoðar fyrirtæki við að bæta orkunýtingu sína og lækka kostnað, allt með áherslu á skilvirkni og sjálfbærni.
Lesa nánar

Verkefnastjórateymi
Við bjóðum upp á faglega verkefnastjórnun, frá forhönnun til framkvæmda og reksturs, þar sem við sjáum um alla þætti verkefnisins. Verkefnastjórar okkar hafa mikla reynslu af stórum og smáum verkefnum, og tryggja árangursríka og faglega framkvæmd. Við tökum einnig að okkur eftirlit með framkvæmdum, sér í lagi rafmagnseftirlit á sviði háspennu og lágspennu. Með nútímatækni tryggjum við skilvirka skýrslugerð og gagnaöflun sem eykur gæði og hraða í framkvæmdum.
Lesa nánar