Við höfum ekki hannað innivist fyrir neðanjarðar veitingastað... ennþá. En ef það væri krafist– þá væri það verkefni sem við tækjum fagnandi! Þú hefur fundið teymi sem fer fram á að umhverfi þitt styðji við þig og þína heilsu á nýstárlegan hátt.



Við höfum bein í nefinu og dýpt í okkar þjónustu
Við leggjum áherslu á innivist sem stuðlar að líkamlegu og andlegu heilbrigði. Það er okkar markmið að bæta umhverfið með áherslu á þætti eins og lýsingu, hljóðvist, loftgæði og samspil náttúruljóss og mannvirkja.
Við vitum hvað það er að takast á við lélega innivist; við höfum sjálf staðið í því og erum óhrædd við að fara óhefðbundnar leiðir til að finna bestu lausnina.
Við tryggjum að umhverfið sé samstillt, hannað og framkvæmd með upplifun og vellíðan fólks í huga. Verk okkar eru unnin af ástríðu og fagmennsku, með endurgjöf frá fjölbreyttum viðskiptavinum.
Okkar markmið er að fyrirbyggja heilsufarskvilla þar sem það er hægt og bæta aðstæður þar sem þess þarf. Við vinnum heildrænt og tryggjum að allar umhverfisbreytur séu í jafnvægi, svo þú getir treyst því að innivistin þín vinnur með þér, ekki gegn þér.



Vel valin orð
Önnur þjónusta frá Lotu
Við bjóðum sérsniðnar lausnir í orkumálum, verkfræði, innivist og öryggismálum, allt frá ráðgjöf til úttektar og framkvæmdar.

Verkefnastjórateymi
Við bjóðum upp á faglega verkefnastjórnun, frá forhönnun tilframkvæmda og reksturs, þar sem við sjáum um alla þætti verkefnisins.Verkefnastjórar okkar hafa mikla reynslu af stórum og smáum verkefnum, ogtryggja árangursríka og faglega framkvæmd. Við tökum einnig að okkur eftirlit með framkvæmdum, sér í lagi rafmagnseftirlit á sviði háspennu og lágspennu. Með nútímatækni tryggjum við skilvirka skýrslugerð og gagnaöflun sem eykur gæði oghraða í framkvæmdum.
Lesa nánarHáspennu & orkuteymi
Við sérhæfum okkur í háspennuhönnun og orkuverkefnum þar sem áhersla er lögð á kerfisgreiningu til að tryggja öruggan rekstur raforkukerfa.Við bjóðum einnig upp á eldinga- og jarðskautavarnir til að vernda mannvirki og tryggja öryggi. Ljósbogavarnir eru notaðar til að lágmarka hættu á rafmagnsslysum og bilunum. Hönnun okkar á háspennukerfum stuðlar að skilvirkum og öruggum lausnum fyrir krefjandi verkefni. Auk þess bjóðum við upp á orkuráðgjöf sem aðstoðar fyrirtækivið að bæta orkunýtingu sína og lækka kostnað, allt með áherslu á skilvirkni og sjálfbærni.
Lesa nánar

Stýriteymi
Við sérhæfum okkur í stýrikerfum og iðntölvustýringum til að tryggja áreiðanleika og sjálfvirkni í framleiðsluferlum. Með sérhönnuðum lausnum í hússtjórnarkerfum og fjarskiptakerfum bjóðum við notendum fulla yfirsýn yfir ferla og kerfi. Við vinnum einnig með áreiðanlegum rafbúnaði til að hámarka afköst og öryggi í iðnaði, þar sem stýrikerfi okkar bæta skilvirkni og lágmarka niðurstöðutap.
Lesa nánar